spot_img
HomeFréttirStjörnusigur í Ásgarði

Stjörnusigur í Ásgarði

09:39

{mosimage}

 

(Sigurjón Lárusson hefur verið að leika vel með Stjörnunni undanfarið)

 

 

Stjörnumenn unnu öruggan sigur á Val í Ásgarði í Garðabæ í gærkvöldi og tryggðu sér oddaleik um laust sæti í úrvalsdeild að ári. Lokatölur voru 85-70 Stjörnunni í vil.

 

Leikurinn byrjaði vel og fyrstu mínúturnar voru liðin jöfn og skiptust á að hafa forystu en þá kom kafli hjá Stjörnumönnum þar sem þeir hirtu öll fráköst og komust á tímabili í 11 stiga forskot en Valsarar náðu að klóra í bakkann áður en fjórðungurinn kláraðist en forskot Stjörnunnar var verðskuldað., 22-15.

 

Sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta, Stjörnumenn hirtu öll fráköst og virtust ætla að kafsigla Valsmenn því þeir hirtu öll fráköst og spiluðu frábæra vörn sem sést á því að Valsmenn komu einungis 27 stigum á töfluna í fyrri hálfleik, en Stjarnan kom 42 og liðin gengu til búningsklefa með þær tölur á töflunni, 42-27.

 

Valsarar komu mjög beittir til síðari hálfleiks og söxuðu á forskot Stjörnunnar og áður en langt var um liðið var forskotið komið niður í 6 stig og Stjörnumenn virtust ætla að missa leikinn frá sér en þá kom mjög góður kafli hjá þeim þar sem þeir röðuðu stigum á töfluna og fljótlega var forskotið komið í 19 stig, sannarlega kaflaskiptur leikhluti og staðan 56-37 fyrir lokafjórðunginn.

 

Fjórði leikhluti byrjaði með látum en Hjörleifur Sumarliðason hélt 3 stiga veislu í liði Stjörnunnar og hitti fjóra þrista á stuttum tíma og forskot Stjörnunnar var komið yfir 20 stig, og Valsmenn voru nánast kafsigldir og ekki bætti úr skák að Zachary Ingles, hetja síðasta leiks fékk sína fimmtu villu um miðjan fjórðunginn en í  þessum leik var eins og karfan væri jafnstór og golfhola fyrir honum en hann hitti úr einungis tveim af fjórtán þriggja stiga skottilraunum sínum.  Valsmenn reyndu eftir það allt hvað þeir gátu til að minnka muninn en forskotið var alltof mikið og það voru Stjörnumenn sem fögnuðu sannfærandi sigri, 85-70.

 

Atkvæðamestir í liði Stjörnunnar í gær voru eins og svo oft áður Ben Bellucci með 25 stig og 9 fráköst, Sigurjón Lárusson með 14 stig og 9 fráköst og Kjartan Kjartansson með góða tvennu, 14 stig og 10 fráköst. Þá kom Hjörleifur Sumarliðason einnig skemmtilega á óvart en hann skoraði 12 stig, öll úr þriggja stiga skotum á þeim 6 mínútum sem hann spilaði. Stigahæstir Valsara voru Zachary Ingles með 23 stig en þetta var ekki hans besti leikur í vetur og Ragnar Steinsson með 19 stig og 9 fráköst.

 

Það þarf því oddaleik til að úrskurða um hvort liðið fylgir Þór Akureyri upp í úrvalsdeild tímabilið 2007-2008, leikurinn er miðvikudaginn 4 apríl í Íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst klukkan 19:15.

 

Texti: Elías Guðmundsson

Myndir: [email protected] – Myndir frá fyrsta leik liðanna í Íþróttahúsi Kennaraskólans

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -