spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaStjörnumenn fá sér Frakka

Stjörnumenn fá sér Frakka

Stjarnan hefur samið við hinn franska Kevin Kone um að leika með liðinu í Subway-deild karla á komandi tímabili, en þetta tilkynnti félagið á Facebook síðu sinni nýlega.

Kone er 24 ára miðherji, 206 sm á hæð, sem hyggst hefja atvinnumannaferil sinn í Garðabæ eftir gott tímabil með Lincoln Lions í 2. deild NCAA háskólaboltans. Kone skoraði 13,5 stig og tók 12,4 fráköst að meðaltali í leik hjá Lincoln á síðustu leiktíð og var m.a. frákastahæsti leikmaður CIAA deildarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -