Madison Square Garden og Barclays Center í New York munu halda Stjörnuleik NBA árið 2015. Madison Square Garden er heimavöllur New York Knicks en Barclays Center er heimavöllur Brooklyn Nets.
Sjálfur Stjörnuleikurinn fer fram í Madison Square Garden sunnudaginn 15. febrúar 2015 en aðrir viðburðir tengdir Stjörnuleiknum sem fara fram á föstudegi og laugardegi verða haldnir í Barclays Center.
Styrktaraðilana vantar ekki í svona verkefni því þarna verða BBVA Rising Stars Challenge, Sprint NBA All-Star Celebrity leikurinn, Taco Bell hæfileikakeppnin, Foot-Locker þriggja stiga keppnina og Sprite troðslukeppnin.
Stjörnuleikurinn mun því í fimmta sinn í sögunni fara fram í New York borg en hann fór fyrst fram í Madison Square Garden árið 1954 svo 1955, 1968 og 1998.
Mynd/ Clipperströllið Blake Griffin vann troðslukeppnina 2011 með því að vippa sér yfir bíl.



