spot_img
HomeFréttirStjörnuleikur kvenna: Úrslit netkosningarinnar

Stjörnuleikur kvenna: Úrslit netkosningarinnar

 
 
Nú er netkosningunni á kki.is lokið en hátt í 1.000 manns kusu í liðin tvö sem mætast 15. janúar næstkomandi í Ásgarði í Garðabæ. Það var Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík sem hlaut flest atkvæði að þessu sinni eða 157. Næstar í 2.-3. sæti voru þær Margrét Kara Sturludóttir og Birna Valgarðsdóttir með 140 atkvæði hvor.
Byrjunarliðin verða þannig skipuð:
 
Reykjanesið:
Pálína Gunnlaugsdóttir – Keflavík
Íris Sverrisdóttir – Haukum
Bryndís Guðmundsdóttir – Keflavík
Birna Valgarðsdóttir – Keflavík
Jacquline Adamshick – Keflavík
 
Þjálfari liðsins, Jón Halldór Eðvaldsson, mun svo velja sjö leikmenn úr liðum Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Hauka.
 
Landið:
Hildur Sigurðardóttir – KR
Slavica Dimovska – Hamar
Margrét Kara Sturludóttir – KR
Jaleese Butler – Hamar
Signý Hermannsdóttir – KR
 
Ágúst Sigurður Björgvinsson þjálfar lið Landsins og mun velja næstu 7 leikmenn liðsins úr liðum KR, Fjölnis, Snæfells og Hamars.
 
Fréttir
- Auglýsing -