spot_img
HomeFréttirStjörnuleikur kvenna í Toyota-höllinni í kvöld

Stjörnuleikur kvenna í Toyota-höllinni í kvöld

Í kvöld fer fram Stjörnuleikur kvenna þar sem bestu leikmennirnir í íslenska kvennaboltanum leiða saman hesta sína. Leikið er í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ og hefst fjörið kl. 19:00 með undankeppni þriggja stiga keppninnar.
 
Um kl. 19:30 hefst svo sjálfur leikurinn þar sem höfuðborgin mætir landsbyggðinni og í hálfleik fara fram úrslit í þriggja stiga keppninni. Það vantar ekki skytturnar í þriggja stiga keppnina, Pálína Gunnlaugsdóttir, Petrúnella Skúladóttir, Crystal Smith og Alda Leif Jónsdóttir svo einhverjar séu nefndar, netinu ætti að svíða eftir kvöldið í kvöld!
 
Fréttir
- Auglýsing -