spot_img
HomeFréttirStjörnuleikur KKÍ - samantekt

Stjörnuleikur KKÍ – samantekt

Stjörnuleikur KKÍ fór fram í Dalhúsum í dag þar sem margt var um manninn og mikið að sjá.  Keppt var um titil troðslumeistara, þriggajstigaskyttu og hvort landsbyggðin eða höfuðborgarsvæðið hefði úr meiri hæfileikum að moða.  

Það fór þannig að Jón Ólafur Jónsson, einnig þekktur sem Nonni Mæju, vann þriggjastiga keppnina.  Nonni fékk 13 stig eða einu stigi meira en liðsfélagi sinn, Pálmi Sigurgeirsson sem var í öðru sæti.  

Quincy Hankins-Cole vann troðslukeppnina eftir einvígi við heimamanninn Nathan Walkup.  Hankins-Cole var vel að titlinum kominn og lét ekki þar við standa heldur sýndi oftar en ekki stórkostlegar troðslur í stjörnuleiknum sjálfum. 

 

Stjörnuleikurinn var einkennileg útgáfa af íþróttinni sem við elskum eins og venja ber.  Engum datt í hug að spila vörn fyrr en undir lok leiksins og fengu áhorfendur því að sjá skemmtileg tilþrif í bland við hlaup fram og til baka.  Darren Govens, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn virtist finna sig virkilega vel með troðslumeistaranum Hankins-Cole en þeir félagar áttu líklega 4-5 bestu tilþrif leiksins saman.  Hvort sem þeir hentu boltanum í spjaldið eða gólfið áður en hinn tróð þá tókst þeim alltaf að gera það mikilfenglegri máta en troðslan á undan.  Ólafur Ólafsson áttu nokkrar skemmtilegar tilraunir í leiknum þó þær hefðu ekki allar gengið að óskum, hann tók sig því til og skipti sér útaf tvisvar í leiknum til þess að safna kröfum í næstu tilraun.  Það skilaði honum einu af tilþrifum leiksins þegar hann blockaði þriggja stiga skot Robert Jarvis aðeins sentimetrum frá hringnum.  Góðir dómarar leiksins litu sem betur fer framhjá hefðbundnum reglum leiksins og fjörið hélt áfram.  

 

Mikilvægasti leikmaður stjörnuleiksins var Nathan Walkup en hann skoraði 20 stig í leiknum og átti mjög góðan leik í annars mjög jöfnu liði Höfuðborgarsvæðisins  Hayward Fain, leikmaður Hauka var hins vegar stigahæstur í liðinu með 22 stig.  Í liði Landsbyggðarinnar var Darren Govens lang stigahæstur með 41 stig en næstur var Quincy Hankins-Cole með 18 stig og líklega öll úr glæsilegum troðslum.  

 

Mynd:  www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -