spot_img
HomeFréttirStjörnuleikur KKÍ - mikið um dýrðir

Stjörnuleikur KKÍ – mikið um dýrðir

Stjörnuleikshátíð KKÍ fór fram í dag en að þessu sinni var hátíðin í Seljaskóla. Margir skemmtilegir viðburðir voru á dagskránni. Fyrsti dagskrárliðurinn var þriggja-stiga keppnin, svo var komið að nýjum lið sem ber heitið skotkeppni stjarnanna. Svo var leikur milli eldri landsliðsmanna og liðs skipað einstaklingum sem eru þekktir fyrir flest allt annað en körfubolta. Svo var PEAK troðslukeppnin á sínum stað og svo Stjörnuleikurinn sjálfur þar sem lið skipað leikmönnum af landsbyggðinni mætti liði skipað leikmönnum af höfuðborgarsvæðinu.
Þriggja-stiga keppnin:
Fyrirkomulag keppninnar var þannig að tíu keppendur reyndu fyrir sér og tveir stigahæstu fóru i úrslit sem voru í hálfleik á Stjörnuleinum. Keppendurnir voru þeir átta leikmenn sem eru með bestu nýtingu úr þriggja-stiga skotum í Iceland Express-deildinni ásamt sigurvegaranum frá því í fyrra og sigurvegara 3-stiga keppni Sumardeildar KKÍ.
 
Að lokinni forkeppni voru það þeir Ægir Þór Steinarsson úr Fjölni og Pálmi Sigurgeirsson úr Snæfelli sem áttust við í úrslitum. Svo fór að Ægir Þór vann með 16 stigum en Pálmi fékk 13.
 
Skotkeppni stjarnanna:
Fjögur lið tóku þátt í skotkeppni stjarnanna en það voru KR, Njarðvík, Haukar og Keflavík. Fyrirkomulagið var þannig að skotið var frá sex stöðum og þegar búið var að setja boltann ofaní á hverjum stað staðnæmdist timinn en það lið sem var með besta tímann vann keppnina.
 
Lið KR var fljótast að setja bolta ofaní af öllum stöðunum en KR-ingar voru 42 sekúndur að klára verkefnið.
 
Troðslukeppni PEAK:
Sjö keppendur voru í troðslukeppninni í ár. Eftir forkeppni voru það þeir Guðmundur Darri Sigurðsson úr Haukum og Ólafur Ólafsson úr Grindavik sem áttust við í úrslitunum sem fóru fram í hálfleik á stjörnuleiknum.
 
Í úrslitunum fékk Ólafur Ólafsson fleiri stig og stóð því uppi sem sigurvegari. En þetta er í annað sinn sem hann vinnur.
 
Celeb-leikurinn:
Leikur eldri landsliðsmanna og frægra einstaklinga vakti mikla athygli eins og hann gerði í fyrra. Að þessu sinni var munurinn ekki eins mikill og sýndu stjörnurnar flotta takta á köflum. En eldri landsliðsmennirnir voru þó sterkari á flestum sviðum og unnu sigur 34-26. Jón Kr. Gíslason var stigahæsti landsliðsmaðurinn með 12 stig en hjá stjörnunum var Auðunn Blöndal með 7 stig.
 
Stjörnuleikurinn:
Að þessu sinni voru liðin í stjörnuleiknum þannig skipuð að annað þeirra var með leikmenn af landsbyggðinni á meðan hitt var var með leikmenn af höfuðborgarsvæðinu.
 
Lokatölur voru 130-128 fyrir lið landsbyggðarinnar en leikmenn höfuðborgarsvæðaliðsins átti möguleika á að stela sigrinum í lokin en lokaþristur leiksins fór ekki ofaní. Þannig að landsbyggðarliðið fór með sigur af hólmi.
 
Lazar Trifunovic leikmaður Keflavíkur var valinn leikmaður leiksins en hann skoraði 28 stig, tok 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum. Kelly Biedler var með 19 stig fyrir höfuðborgarsvæðaliðið.
 
Mynd: Lazar Trifunovic var maður leiksins í dag. Hér er hann með Hannesi Jónssyni formanni KKÍ.
 
Fréttir
- Auglýsing -