Stjörnuleikshátíð KKÍ fer fram í dag í Seljaskóla en þá verða margir spennandi viðburðir sem ná hámarki með Stjörnuleik karla. Undanfarin ár hefur Stjörnuleiksdagurinn verið hin mesta skemmtun og án efa verður engin breyting á í dag.
Meðal nýrra dagskrárliða er skotkeppni stjarnanna þar sem fjögur lið samansett af einum leikmanni meistaraflokks karla og kvenna ásamt gamalli hetju etja kappi í skotleik.
Troðslukeppnin verður á sínum stað þar sem nokkrir hæfileikaríkustu troðarar landsins etja kappi.
Hægt er að lesa allt um Stjörnuleikshátíðna á www.kki.is en fyrsti dagskrárliður hefst kl. 14.00.




