spot_img
HomeFréttirStjörnuleikshátíðin í fullum gangi og Kristi Smith þriggjastigameistari kvenna

Stjörnuleikshátíðin í fullum gangi og Kristi Smith þriggjastigameistari kvenna

Það er líf og fjör í Grafarvoginum þegar stjörnuleikurinn hjá konunum er hálfnaður.  Leikurinn fór mjög fjörlega af stað og Iceland Express liðið tók forustuna strax í upphafi.  Þegar fyrsta leikhluta lauk hafði IE liði náð 16 stiga forskoti 30-14.  Liðið náði forskotinu upp í 20 stig í öðrum leikhluta en þegar flautað var itl hálfleiks munaði 21 stigi á liðunum. 51-30. Heather Ezell úr Haukum fór á kostum og skoraði 19 stig úr öllum regnbogans litum í fyrri hálfleik og þar af var glæsileg flautukarfa í lok annars leikhluta.  Í Shell liðinu voru þrjár stigahæstar með 6 stig á mann.

Í hálfleik var keppt í þriggjastiga skotkeppninni.  Til úrslita kepptu Heather Ezell, Haukum, Jenny Pfieffer-Finora, KR, Kristi Smith, Keflavík og Koren Schram, Hamar.  Það var svo Kristi Smith úr Keflavík sem bar sigur úr bítum.

mynd:  www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -