spot_img
HomeFréttirStjörnuleikir KKÍ: Ólafur í vígahug!

Stjörnuleikir KKÍ: Ólafur í vígahug!

 
Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur sem kom sá og sigraði troðslukeppnina keppnistímabilið 2007-2008 með eftirminnilegum hætti hefur tilkynnt þátttöku sína í ár. Ólafur gat ekki verið með í síðustu keppni þar sem hann lék í Þýskalandi á síðustu leiktíð.
Ólafur hefur ákveðið að skora á erlendu leikmennina sem eru hér á landi. Vitað er til þess að nokkrir þeirra eru miklir háloftafuglar svo það má búast við skemmtilegri keppni í ár.
 
Troðslukeppnin fer fram í kringum Stjörnuleikina sem verða í íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvogi laugardaginn 12. desember.
 
Ljósmynd/Þorgils Jónsson: Ólafur Ólafsson rústaði troðslukeppninni árið 2007. Endurheimtir hann titilinn?
Fréttir
- Auglýsing -