spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaStjörnuhrap í Garðabæ

Stjörnuhrap í Garðabæ

Næst síðasti leikur næst síðustu umferðar í deildinni var leikur Stjörnunar og Þórs frá Þorlákshöfn. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið, en bæði eru þau í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Leikurinn varð í raun aldrei spennandi, Þórsarar náðu góðri forystu í fyrri hálfleik og lét hana aldrei af hendi, sanngjarn sigur 84 – 98.

Þórsarar byrjuðu töluvert betur, Stjarnan skoraði aðeins 3 stig á fyrstu 6 mínútunum. Samt voru Þórsarar að klikka oft á skotum. En boltaflæðið var betra hjá þeim og þeir Vincent og Semple drógu vagninn. Eftir leikhlé bættist sóknin hjá Stjörnunni töluvert, meira flæði og betri skot. En boltianum gekk samt brösulega að fara ofan í.  Þórsarar leiddu eftir 1. leikhluta 14-22.

Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti endaði. Stjarnan kom sér oft í góð skotfæri en boltinn fór sjaldan niður. Þórsarar virtust alltaf eiga svör sóknarlega og juku forskotið upp í 15 stig þegar Stjarnan tók leikhlé. Eftir það var leikurinn í járnum og Þórsarar fóru í hálfleikinn með 34-49 forystu.

Stjörnumenn komu ákveðnir í seinni hálfleikinn, en Þórsarar gáfu samt ekkert eftir með Vincent í stuði, sókn sem vörn. Hann vrðist geta skorað þegar honum hentar, Stjörnumenn réðu ekkert við hann. Þetta var samt besti leikhluti Stjörnumanna, samt var enn 15 stiga forysta fyrir Þórsara, 54-69.

Áfram hélt baráttan í 4. leikhluta, Stjarnan reyndi að komast inn í leikinn, en virtust vera stundum flýta sér um of.  Þórsarar héldu áfram að eiga svör við leik Stjörnumanna. Þannig að sama hvað Stjarnan reyndi þeir náðu aldrei að saxa á muninn, oft voru þeir sjálfum sér verstir með klaufalegum móttökum og lélegum skotum. Sannfarandi sigur Þórsara staðreynd og þeir fara fljúgandi inn í úrslitakeppnina, 84 -98

Hjá Stjörnunni átti Gutenius prýðisleik, setti niður nokkra þrista og endaði með 18 stig og 5 fráköst.  Adama Darbo átti einnig fínan leik, byrjaði sterkt og endaði með 17 stig. Hjá Þórsurum var Vincent Shahid yfirburðarmaður með 38 stig og 5 stoðsendingar. Jordan Semple var einnig feykiöflugur, byrjaði gríðarslega vel, síðan dró aðeins af honum, hann var með 17 stig og 9 fráköst.

Næsta umferð er 30. mars og þá halda Stjörnumenn í Vesturbæinn til að keppa lokaleik KR í efstu deild í bili á meðan Þórsarar etja kappi við Grindvíkinga.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -