spot_img
HomeFréttirStjórn KKÍ kærir ummæli Ólafs til aga- og úrskurðarnefndar

Stjórn KKÍ kærir ummæli Ólafs til aga- og úrskurðarnefndar

Stjórn KKÍ fordæmir þau ummæli sem Ólafur Ólafsson viðhafði í beinni útsendingu eftir leik KR og Grindavíkur í úrslitum Domino´s deildar karla í gærkvöldi. Er það mat stjórnar að ummæli sem þessi skaði ímynd körfuknattleikshreyfingarinnar og að Ólafur þurfi að bera ábyrgð á þeim. Þetta segir í yfirlýsingu sem Körfuknattleikssamband Íslands og heldur hún áfram hér að neðan:
 
 
 
Stjórn KKÍ hefur farið yfir málið og ákveðið að kæra ummæli Ólafs til aga- og úrskurðarnefndar. Samkvæmt lögum og reglugerðum KKÍ hefur aga- og úrskurðarnefnd ein vald til þess að beita viðurlögum í málum sem þessum.
 
 
Öll ummæli sem þessi eru með öllu óviðeigandi og eiga ekki heima í körfuknattleikssamfélagi okkar. Einstaklingar þurfa að passa sig hvað þeir segja í viðtali við fjölmiðla sem og á samfélagsmiðlum og þá sérstaklega þeir aðilar sem eru fyrirmyndir barna og unglinga. Stjórn KKÍ telur að Ólafur sé maður að meiri fyrir að hafa beðist afsökunar fljótlega eftir að leik lauk í gærkvöldi. Sendi hann afsökunarbeiðni á fjölmiðla sem og birti á samfélagsmiðli. Harmaði hann orð sín og baðst afsökunar.
 
 
Aga- og úrskurðarnefnd mun því nú fjalla um málið samkvæmt reglugerð.

Reykjavík, 29. apríl 2014
Stjórn KKÍ
 
  
Fréttir
- Auglýsing -