spot_img
HomeFréttirStjarnan vann nýliðaslaginn (Umfjöllun)

Stjarnan vann nýliðaslaginn (Umfjöllun)

22:55

{mosimage}

 

 

(Sævar og félagar í Stjörnunni höfðu ríka ástæðu til þess að brosa í kvöld) 

 

 

Stjarnan og Þór Akureyri mættust í kvöld í Ásgarði, Garðabæ, í fimmtu umferð Iceland Express deildar karla.  Bæði lið höfðu unnið einn leik og tapað þrem fyrir leik kvöldsins. Einnar mínútu þögn var fyrir leikinn til að minnast Gylfa Kristjánssonar, fyrsta framkvæmdastjóra KKÍ og blaðamanns en Gylfi lést síðastliðinn þriðjudag. 

 

Leikurinn byrjaði heldur rólega og voru liðnar ein og hálf mínúta þegar Steven Thomas skoraði fyrstu körfu leiksins.  Liðin skiptust á stigum en Stjörnumenn hirtu hinsvegar öll fráköst.  Þórsarar, sem höfðu tekið flest fráköst samtals fyrir leikinn náðu ekki einu einasta frákasti fyrstu 8 mínútur leiksins og enduðu fyrsta fjórðung með einungis 3 fráköst gegn 15 fráköstum Stjörnumanna.  Um miðbik hálfleiksins komst Stjarnan í þægilega 7 stiga forystu en tóku að slaka á síðustu mínúturnar og hleyptu Þórsurum inn í leikinn.  Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-22 Stjörnunni í vil í ágætum leik.

 

Þórsarar byrjuðu betur í öðrum leikhluta.  Frákastagrýlan hafði færst yfir á Stjörnuna og Þór nýtti sér það og komst yfir.  Stjörnumenn voru hikstandi og Cedric Isom, kani Þórs spilaði mjög vel.  Um miðjan fannst Braga Magnússyni svo nóg komið og tók leikhlé.  Leikhléð virðist hafa kynt undir hjá Stjörnumönnum því þeir komu sterkir til baka og leiddu í hálfleik 46-41

 

Fátt markvert gerðist í þriðja leikhluta.  Stjarnan byrjaði með látum og komust fljótt í 10 stiga forskot.  Eins og áður komust Þórsarar aftur inn í leikinn og þeir Cedric Isom og Þorsteinn Gunnlaugsson skoruðu góðar körfur í lokin. Staðan var 63-60 eftir þrjá leikhluta og allt benti til spennandi lokaleikhluta.

 

Sú varð þó ekki raunin.  Stjörnumenn komu grimmir til leiks og með mjög góðri vörn og jafngóðri sókn komust þeir í 15 stiga forskot.  Þórsarar voru langt frá sínu besta og létu annars ágæta dómara leiksins fara í taugarnar á sér. Stjörnumenn voru einfaldlega betri í 4.leikhluta og drifnir áfram af áhorfendum virtust þeir mjög sterkir.  Þór klóraði lítillega í bakkann undir lok leiksins og lokatölur voru 85-78 í ágætum leik.

 

{mosimage}

(Þyrsluspaðarnir á lofti í teignum)

 

Besti maður vallarins var án nokkurs vafa Steven Thomas en hann skoraði 23 stig fyrir Stjörnuna, tók 11 fráköst, varði tvö skot og gaf 4 stoðsendingar, auk þess að spila mjög góða vörn. Cedric Isom bar af í liði Þórs og skoraði 29 stig.

 

Tölfræði leiksins

 

Texti: Elías Karl Guðmundsson

 

Myndir: [email protected]

 

{mosimage}

(Dimitar setti niður 20 stig í kvöld)

 

{mosimage}

(Isom bætti um betur og gerði 30 stig)

Fréttir
- Auglýsing -