22:24
{mosimage}
Stjarnan vann ÍR í kvöld í Iceland Express-deild karla með þriggja stiga mun 84-87. Leikurinn var spennandi og hraður á köflum og sáust nokkur góð tilþrif á báðum endum vallarins. Með sigrinum í kvöld tryggði Stjarnan sér rétt til að leika með þeim bestu á næsta ári en sigur Stjörnunnar var aðeins annar útisigur þeirra í vetur.
Lokamínútur leiksins voru æsispennandi og gat sigurinn endað hjá báðum liðum. Þegar skammt var til leiksloka skoraði Nate Brown þriggja-stiga körfu fyrir ÍR og minnkaði muninn í eitt stig 84-85. Stjarnan fór í sókn þegar 30 sekúndur voru eftir og Dimitar Karadzovski, sem var sjóðandi heitur í kvöld, fékk tvö vítaskot og fór á línuna. Hann setti bæði skotin ofaní og munurinn kominn í þrjú stig og fáar sekúndur eftir. ÍR-ingar lögðu af stað í sókn og þurftu þeir þriggja stiga körfu til að jafna leikinn. ÍR-ingar voru að leita að jöfnunarskotinu en Stjarnan spilaði góða vörn og skot heimamanna geigaði og fóru gestirnir með sigur af hólmi.
{mosimage}
Leikurinn var fjörugur frá upphafi og Jovan opnaði leikinn með tveimur stigum. ÍR jafnaði og það sem eftir var leiks skiptust liðin á körfum. Munurinn var aldrei meiri en nokkur stig og Stjarnan leiddi mest allan leikinn en heimamenn voru þó aldrei langt undan. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 24-26 og í hálfleik 43-49.
Seinni hálfleikur var jafn og spennandi alveg fram á lokamínútuna eins og var greint frá hér að ofan.
Stigahæstur hjá Stjörnunni voru Dimitar Karadzovski og Jarrett Stephens með 26 stig hvor. Jovan Zdravevski bætti við 15 stigum og aðrir skoruðu minna.
Hjá ÍR var Tahirou Sani með 25 stig og Nate Brown setti 16.
Myndir og texti: Stefán Már Haraldsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



