spot_img
HomeFréttirStjarnan Valsmótsmeistari annað árið í röð

Stjarnan Valsmótsmeistari annað árið í röð

21:16

{mosimage}
(Stjörnumenn vinna árið í röð)

Stjarnan vann í dag sigur á KR-ingum í úrslitaleik Valsmótsins í Vodafonehölinni að Hlíðarenda. Lokastaða leiksins var 80-77 fyrir Stjörnunni en leikurinn var nokkuð jafn í seinni hálfleik og hefði getað dottið báðu megin.

KR-ingar byrjuðu leikinn fantavel og náðu mest 22 stiga forksoti, 25-3, undir lok fyrsta leikhluta en Stjarnan kom sterk til baka og komust svo yfir í fyrsta skiptið í leiknum um miðjan þriðja leikhluta, 45-44.  Eftir það var leikurinn hnífjafn allt til lokamínútunnar. Stjarnan var þó sterkari á lokakaflanum og unnu því sanngjarnan 3 stia sigur, 80-77.


Bragi Magnússon þjálfari Stjörnunnar var að vonum nokkuð sáttur með sigurinn.  ,,Við erum vonandi búnir að slá út þessa bölvun sem virtist ríkja á þessu móti, að þeir sem unnu féllu úr deildinni næsta árið.”

{mosimage}
(Fannar Helgason lyftir bikarnum á loft)

Núna þegar það styttist í tímabilið virðist Stjarnan vera kominn með fullmótaðan hóp. ,,Markmiðið í vetur er að vera öruggur í úrslitakeppni, 5. 6. 7. Eða 8. sæti. Öruggir í úrslitakeppni, það er markmiðið hjá okkur. Ég er að vona að við séum að stíga einu skrefi upp, en það virðist sem önnur lið hafi stigið 2, 3, 4 skrefum upp. Ég veit ekki hvernig mörg önnur lið verða og hvernig verður útlendingamál verða hjá þeim en við teljum okkur vera að stiga skref uppá við miðað við seinasta ár.”

Benedikt Guðmundsson þjálari KR var nokkuð bjartur efitr leikinn í dag þrátt fyrir tap. Benedikt sagði hins vegar liðið sitt hafi hreinlega sprungið á limminu. ,,Við vorum bara sprungnir. Við vorum að spila á Ljósanæturmótinu á undan þessu og menn voru bara orðnir þreyttir. Menn tóku þetta bara á innsoginu.”  Benedikt þarf samt vart að örvænta því honum bíða fjórir landsliðsmenn sem voru við æfingar með landsliðinu á meðan mótið stóð. ,,Mér fannst við standa alveg ótrúlega í þeim miðað við að þeir eru með fullmannað lið og vantar svona marga hjá okkur. Ég lít mjög jákvætt á þetta mót og undirstrika að við erum með fína breidd.”

Gísli Ólafsson

Myndir: Gísli Ólafsson

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -