spot_img
HomeBikarkeppniStjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum VÍS bikarsins

Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum VÍS bikarsins

Stjarnan varð rétt í þessu fyrsta liðið til þess að tryggja sig í undanúrslit VÍS bikarkeppni karla með sigri á Grindavík í MGH.

Leikurinn í kvöld nokkuð kaflaskiptur. Grindavík leiddi lungann úr fyrri hálfleiknum, voru 12 stigum yfir í hálfleik, 37-49. Heimamenn náðu þó að snúa því sér í vil í upphafi seinni hálfleiksins og voru svo skrefinu á undan út leikinn, sem þeir vinna svo að lokum nokkuð örugglega.

Atkvæðamestur fyrir Stjörnuna í dag var Hilmar Smári Henningsson með 21 stig og 10 fráköst. Fyrir Grindavík var það Ivan Aurrecoechea Alcolado sem dró vagninn með 14 stigum og 7 fráköstum.

Tölfræði leiks

Undanúrslitin fara fram komandi fimmtudag 16. september, en þar mun Stjarnan mæta sigurvegara viðureignar Keflavíkur og Tindastóls.

Fréttir
- Auglýsing -