Einn leikur fór fram í úrslitum Bónus deildar karla í kvöld.
Með sigri hefði Tindastóll getað hampað Íslandsmeistaratitlinum, en Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann og mun því koma til oddaleiks um hvort liðið fer með sigur af hólmi.
Oddaleikurinn mun fara fram komandi miðvikudag 21. maí í Síkinu á Sauðárkróki.
Hérna er heimasíða deildarinnar
Úrslit kvöldsins
Bónus deild karla – Úrslit
Stjarnan 91 – 86 Tindastóll
(Staðan er jöfn 2-2)
Stjarnan: Jase Febres 24/15 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 22/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 17/8 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 14/12 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 6/4 fráköst, Shaquille Rombley 4, Hlynur Elías Bæringsson 4/5 fráköst, Kristján Fannar Ingólfsson 0, Pétur Goði Reimarsson 0, Viktor Jónas Lúðvíksson 0, Júlíus Orri Ágústsson 0.
Tindastóll: Dedrick Deon Basile 30/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sadio Doucoure 24/5 fráköst/3 varin skot, Adomas Drungilas 11/5 stoðsendingar, Giannis Agravanis 7, Sigtryggur Arnar Björnsson 6, Davis Geks 6/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 2, Dimitrios Agravanis 0, Hannes Ingi Másson 0, Sigurður Stefán Jónsson 0, Axel Arnarsson 0, Ragnar Ágústsson 0.



