spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStjarnan sterkari í seinni hálfleik

Stjarnan sterkari í seinni hálfleik

Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu sinn annan leik í röð í Bónus deildinni í kvöld er liðið hafði betur gegn Ármanni í Garðabænum, 114-88.

Staðan þó ekkert sérstök fyrir meistarana, sem hafa unnið aðeins þrjá af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Enn verri er þó staða Ármanns, sem hafa enn ekki unnið leik eftir fyrstu sjö umferðirnar.

Þrátt fyrir að er virtist gífurlegan getumun á liðunum var leikurinn lengi vel jafn og spennandi í kvöld. Stjarnan var þó með undirtökin í fyrri hálfleiknum, en undir lok hans nær Ármann góðu áhlaupi og eru tveimur stigum yfir í hálfleik.

Langt inn í seinni hálfleikinn skiptast liðin á snöggum áhlaupum, en undir lok þess þriðja ná heimamenn nokkrum körfum í röð án þess að Ármann nái að svara og er það Stjarnan sem leiðir með 16 stigum inn í þann fjórða.

Áhlaup Ármanns urðu ekki fleiri í leiknum. Stjarnan hélt fengnum hlut og náði að lokum að vinna leikinn nokkuð örugglega, 114-88.

Stigahæstir fyrir Stjörnuna í leiknum voru Luka Gasic með 27 stig, Orri Gunnarsson með 25 stig og Ægir Þór Steinarsson með 22 stig.

Fyrir Ármann var Daniel Love með 28 stig og Bragi Guðmundsson bætti við 21 stigi.

Tölfræði leiks

Stjarnan: Luka Gasic 27/5 fráköst, Orri Gunnarsson 25/4 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 22/11 stoðsendingar, Giannis Agravanis 15/6 fráköst/6 stoðsendingar, Bjarni Guðmann Jónson 11, Seth Christian LeDay 10/20 fráköst, Jakob Kári Leifsson 4, Björn Skúli Birnisson 0, Atli Hrafn Hjartarson 0, Aron Kristian Jónasson 0, Pablo Cesar Bertone 0, Daníel Geir Snorrason 0.


Ármann: Daniel Love 28/6 fráköst/5 stoðsendingar, Bragi Guðmundsson 21/4 fráköst, Lagio Grantsaan 17/5 fráköst, Marek Dolezaj 13/4 fráköst/8 stoðsendingar, Arnaldur Grímsson 5, Frosti Valgarðsson 2, Jakob Leifur Kristbjarnarson 2, Alfonso Birgir Gomez Söruson 0, Jóel Fannar Jónsson 0.

Fréttir
- Auglýsing -