spot_img
HomeFréttirStjarnan sterkari en Valur í lokin

Stjarnan sterkari en Valur í lokin

Bikar og Deildarmeistarar Stjörnunnar sóttu Valsmenn heim í Origo-höllina í kvöld. Fyrirfram kannski voru Stjörnumenn sigurstranglegri en Valsmenn auðvita búnir að styrkja sig mikið.

Jafnt var á öllum tölum en Valur þó með örlítið forskot og fóru inn í hálfleikinn með 6 stiga forystu, 50-44. Valur náði svo 8 stiga forystu í þriðja leikhluta en Stjarnan svaraði með áhlaupi og komust yfir. Þeir náðu mun sem þeir héldu allt til loka. Lokatölur 86-91.

Tölfræðin lýgur ekki

Stjörnumenn eru þekktir fyrir breidd og það var munurinn á liðunum í kvöld. Stjarnan fékk 31 stig af sínum bekk á meðan það komu einungis 12 stig af bekknum hjá Val. Þarna munaði um Mirza Saralijla sem vaknaði heldur betur í síðari hálfleik eftir slaka byrjun.

Tekur á

Valsmenn byrjuðu leikinn af miklu krafti, þá sérstaklega Sinisa Bilic sem opnaði leikinn með 14 stigum í fyrsta leikhluta. Þá var Kristófer Acox frábær í fyrri hálfleik með 19 stig og 8 fráköst með 80% skotnýtingu. Stjörnumenn áttu í tómum vandræðum með íþróttamennskuna í Kristófer og sérstaklega átti Hlynur Bæringsson erfitt uppdráttar.

Þá dró svo af Völsurum þegar leið á leikinn, bekkurinn hjá þeim er mjög þunnur og það sýndi sig í kvöld að þeim vantar leikstjórnandann sinn sinn. Þá er róteringin komin upp í 8-9 menn og allt miklu betra. Bæði Kristófer og Bilic voru mun minna áberandi í síðari hálfleik.

Allir eru með

Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar nýtti breidd liðsins í kvöld. Sérstaklega í fyrri hálfleik þegar 10 leikmenn spiluðu. Tvíburarnir frá Ísafirði duttu svo út úr róteringunni í síðari hálfleik. Þeir skiluðu samt báðir fínum mínútum.

Að mati undirritaðs þá vannst leikurinn þarna. Stjörnumenn voru ívið ferskari í lokin.

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Myndir / Guðlaugur Ottesen

Fréttir
- Auglýsing -