spot_img
HomeFréttirStjarnan skein í Smáranum

Stjarnan skein í Smáranum

Stjarnan hafði betur gegn Breiðablik í Smáranum í kvöld í 11. umferð Subway deildar karla, 73-97. Eftir leikinn er Stjarnan í 1. til 6. sæti deildarinnar með 7 sigra, en öll liðin sem eru jöfn af sigrum eiga leik til góða á þá. Breiðablik er aftur á móti í 11. sætinu með 1 sigur eftir fyrstu 11 umferðirnar.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn ekkert sérstaklega spennandi. Mögulega fyrir utan upphafsmínútur leiksins, þar sem nokkuð jafnræði var á með liðunum. Stjarnan náði þó góðum tökum á leiknum í kringum hálfleik og var það aldrei spurning í seinni hálfleik hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi.

Leikurinn var sá síðasti sem liðin leika í deildinni á þessu ári, en á nýju ári mun Breiðablik næst mæta Haukum í Ólafssal þann 4. janúar á meðan að Stjarnan á leik degi seinna þann 5. janúar gegn Njarðvík heima í Umhyggjuhöllinni.

Staðan í deildinni

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -