spot_img
HomeFréttirStjarnan skein í Grafarvogi

Stjarnan skein í Grafarvogi

Það er kominn tími til að hætta að bæta orðinu „nýliðar“ fyrir fram Stjörnukonur. En í kvöld mættu þær heimakonum úr Fjölni og spiluðu af öryggi og festu frá fyrstu mínútu.

Það var jafnt á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik sem endaði með eins stigs forystu Fjölnis.

Þegar gengið var til leikhlés var staðan 38-37.

Stjarnan spilaði vörnina mjög framanlega og áttu heimakonur oft í mestu vandræðum með að taka boltann upp og yfir miðju á 8 sekúndum og fór töluverð orka í það.

Það er því spennandi að sjá hvort heimakonur nái að halda út sama tempói í seinni hálfleik.

Fyrstu stig hálfleiksins voru Störnukvenna sem náðu þar með forystunni og eftir um 3 mínútur voru gestirnir komnir með 10 stiga forystu.  Fjölnir tekur leikhlé til að stöðva áhlaupið og stilla sína strengi.

Það dugði ekki til að stöðva hraðlestina úr Garðabænum sem endaði þriðja leikhlutan með 11 stiga forystu 51-62.

Það er að reynast Fjölni erfitt að vinna leiki. Það er enginn vafi að hæfileikarnir eru til staðar en eftir frábæra byrjun á tímabilinu hafa þær oftast tapað í lok leikja eftir að hafa leitt fyrri hálfleiki. Í kvöld var ekki undantekning á þessari leiðu reglu en úrslitin sanngörn miðað við gang leiksins.

Lokatölur 66-72 Stjörnunni í vil.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -