spot_img
HomeFréttirStjarnan sigraði Val

Stjarnan sigraði Val

 Stjarnan sigraði Val í kvöld 82:117 og eins og af tölunum má dæma var sigur Stjörnumanna nokkuð þægilegur. 
 
 Leikurinn kláraðist fyrsta leikhluta og í raun sást hvert stefndi fyrstu mínútur leiksins. Stjarnan tók afgerandi forystu strax í fyrsta leikhluta 15-34 og þrátt fyrir að Valsliðið hafi spilað betur í öðrum leikhluta leiddi Stjarnan 36-62 í hálfleik. Hjá Val var það Chris Woods sem var mest áberandi og hafði þá skorað 20 stig og tekið 9 fráköst og var ásamt Benedikt Blöndal (6 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar) eini Valsmaðurinn með lífsmarki í fyrri hálfleik. Hjá Stjörnunni voru Marvin með 13 stig og 5 fráköst, Justin Shouse með 13 stig og 5 stoðsendingar og James Hairston með 10 stig og 6 fráköst.
 
Seinni hálfleikurinn var nánast formsatriði og Teitur Örlygsson gat leyft sér að hvíla lykilmenn í fjórða leikhluta. Yfirburðir Stjörnunnar voru algjörir í leiknum og sex leikmenn liðsins skoruðu yfir 10 stig! Dagur Kári spilaði um 34 mínútur en aðrir leikmenn liðsins spiluðu allir 25 mínútur eða minna. Hjá Val var Chris Woods að venju langsterkastur og Benedikt Blöndal steig vel upp í leiknum auk þess sem Rúnar Ingi fór aðeins í gagn í seinni hálfleik. Um leikinn þarf í raun ekkert að fjölyrða Stjarnan vann öruggan og verðskuldaðan sigur á slöku liði Vals.
 
Chris Woods var með 38 stig og 18 fráköst, Benedikt Blöndal 16 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar, Rúnar Ingi 12 stig og 4 fráköst og Birgir Björn með 5 stig og 6 fráköst. Hjá Stjörnunni var Dagur Kári stigahæstur með 23 stig, 3 fráköst og 8 stoðsendingar, Justin Shouse 22 stig og 6 stoðsendingar, James Hairston 17 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar, Marvin með 17 stig og 6 fráköst, Sæmundur 15 stig og 6 fráköst og Jón Sverrisson með 12 stig og 4 fráköst.
 
Hannes Birgir Hjálmarsson / Vodafonehöllin að Hlíðarenda
 
Mynd úr safni: Dagur Kár spilaði vel í kvöld
 
Fréttir
- Auglýsing -