Stjarnan sigraði Þór Akureyri, 70-50 í 1. deild kvenna í dag. Stjarnan byrjaði illa og Þórsarar voru ákveðnari í 1. leikhluta. Stjarnan datt svo í gang og tóku forskot og stigaskor dreifðist vel milli leikmanna.
Hjá Þór var Helga Rut langatkvæðamest með 19 stig og 21 fráköst, Erna Rún með 10 stig 11 fráköst og aðrar minna.
Hjá Stjörnunni var Bryndís stigahæst 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Bára Fanney 14 stig, 5 fráköst. Rest dreifðist nokkuð jafnt niður.
Þór tók 56 fráköst en Stjarnan 49 fráköst.



