spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaStjarnan semur við tvo atvinnumenn

Stjarnan semur við tvo atvinnumenn

Stjarnan hefur samið við tvo leikmenn fyrir komandi átök í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið þetta með færslu á samfélagsmiðlum.

Shaiquel „Shai“ McGruder og Greeta Uprus hafa báðar gert samning við félagið og munu vera með liðinu á næstu leiktíð. Shai er 25 ára framherji frá Dayton í Ohio og spilaði tímabilið 2023-24 með Kouvottaret í Finnlandi, en kemur til Stjörnunnar frá Santas del Potosi í Mexico. Greeta er 31 árs bakvörður/framherji sem spilaði hér á landi með ÍR tímabilið 2022-2023 en kemur til Stjörnunnar frá Marburg í Þýskalandi.

Fréttir
- Auglýsing -