Stjarnan hefur samið við hinn 195 sm háa framherja Nasir Robinson um að spila með liðinu á komandi leiktíð. Nasir lék með Pittsburgh háskólanum til 2012 og hafði stutt stopp í Slóvakíu síðasta haust en varð frá að hverfa áður en tímabilinu lauk þar.
Nasir þessi er þekktur fyrir baráttulund, dugnað og kraftmikinn leik og er vonast til að hann styrki þann góða leikmannahóp sem fyrir er í Garðabænum.
Snorri Örn Arnaldsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar hafði þetta að segja um Nasir: „Við teljum að Nasir Robinson sé „perfect fit“ fyrir okkur. Þetta er kraftmikill strákur sem spilaði með sterku liði í háskóla og er mjög spenntur fyrir því að fá tækifæri sem atvinnumaður í íþróttinni. Við erum jafnframt spenntir fyrir því að fá hann til okkar.“



