spot_img
HomeFréttirStjarnan semur við Magnús Helgason

Stjarnan semur við Magnús Helgason

14:21
{mosimage}

(Magnús í leik með Þór gegn Stjörnunni en nú hefur taflið snúist við)

Subwaybikarmeistarar Stjörnunnar hafa samið við Magnús Helgason og mun hann því leika í hvítu og bláu í vetur. Magnús hefur lengstum spilað með Þór Akureyri, enda borinn og barnfæddur Akureyringur. Hann er þó ekki ókunnugur Garðabænum því hann spilaði með Stjörnunni á fyrsta ári liðsins í úrvalsdeild leiktíðina 2001-2002.

Þar á eftir spilaði hann með KR í 2 tímabil áður en hann fór aftur og heimaslóðir og hefur spilað með Þór Akureyri síðan, fyrir utan síðasta tímabil þar sem hann var erlendis í námi.  Magnús kemur til með að styrkja lið Stjörnunnar fyrir komandi átök enda liðtækur sem skotbakvörður sem og framherji og er fyrirtaks þriggjastiga skytta. 

Þetta kemur fram á www.stjarnan-karfa.is

Fréttir
- Auglýsing -