spot_img
HomeFréttirStjarnan semur við fleiri leikmenn

Stjarnan semur við fleiri leikmenn

16:45 

{mosimage}

Í gær skrifuðu nánast allir leikmenn Stjörnunnar undir 2ja ára samning við félagið. Þeir sem skrifuðu undir voru allir leikmenn liðsins á síðasta ári fyrir utan þá Eini Guðlaugsson sem heldur utan til náms og Eyjólf Jónsson sem ekki hefur gert upp hug sinn varðandi næsta tímabil. 

Þeir sem skrifuðu undir samning voru: 

Birkir Guðlaugsson

Eiríkur Ari Eiríksson

Eiríkur Þór Sigurðsson

Guðjón Hrafn Lárusson

Hilmar Geirsson

Hjörleifur Sumarliðason

Jón Gunnar Magnússon

Kjartan Atli Kjartansson

Sigurjón Örn Lárusson

Ottó Þórsson

Þorvaldur Símon Kristjánsson 

Áður höfðu þeir, Dimitar, Sævar Haraldsson og Fannar Helgason skrifað undir 2ja ára samning við Stjörnuna. Leit stendur enn yfir að bandarískum leikmanni fyrir Stjörnuna en ekki er gert ráð fyrir því að Benjamin Bellucci sem lék með Stjörnunni á síðustu leiktíð komi aftur til liðsins þar sem Stjarnan mun að öllum líkindum leitast eftir því að styrkja teiginn fyrir komandi átök. Bellucci lék í bakvarðastöð hjá Stjörnunni en þær stöður hafa nú verið kyrfilega fylltar.

 

Mynd: Stjörnumenn sælir eftir sigur á Valsmönnum í oddaleik í úrslitum 1. deildarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -