spot_img
HomeFréttirStjarnan semur við einn efnilegasta leikmann landsins

Stjarnan semur við einn efnilegasta leikmann landsins

Bo Guttormsdóttir-Frost hefur samið við nýliða Stjörnunnar fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna.

Þetta mun vera fyrsti samningurinn sem Bo gerir við félagið, en hún kemur úr yngri flokka starfi Stjörnunnar og er að hefja sinn fyrsta vetur sem leikmaður meistaraflokks.

Bo er 15 ára, 183 cm framherji sem hefur verið einn besti leikmaður landsins í þeim yngri flokkum sem hún hefur leikið fyrir hjá Stjörnunni, en hún var síðastliðið sumar hluti af undir 15 ára landsliði Íslands.

Fréttir
- Auglýsing -