Stjarnan hefur samið við Sigrúnu Sól Brjánsdóttur, en samningurinn er sá fyrsti sem hún gerir við félagið.
Sigrún er 16 ára gömul og einn af efnilegri leikmönnum landsins. Hún er að upplagi úr Stjörnunni, hefur leikið upp alla yngri flokka þeirra og hóf að leika fyrir meistaraflokk félagsins á síðustu leiktíð.
Þá hefur húnn einnig verið burðarás í yngri landsliðum Íslands á síðustu árum, nú síðast með undir 16 ára liðinu sem fór á Norðurlanda- og Evrópumót síðasta sumar.



