20:39
{mosimage}
Ísfirðinguirnn hávaxni, Birgir Björn Pétursson, hefur samið við Stjörnuna í Garðabæ. Þetta staðfesti hann við karfan.is í stuttu spjalli. Birgir hefur stærstan hluta ferils síns leikið með KFÍ en auk þess hefur hann leikið með Þór í Þorlákshöfn. Í Úvarlsdeild hefur hann leikið 44 leiki og skorað 54 stig.
Karfan.is lagði nokkrar spurningar fyrir kappann.
Afhverju að yfirgefa KFÍ?
Ég er búinn að spila með KFÍ nú í tvö tímabil í fyrstu deildinni og mig langar að spila aftur í úrvalsdeildinni eftir að hafa öðlast meiri reynslu og takast á við þær áskoranir sem fylgja úrvalsdeildinni. Auk þess stefni ég á frekara nám.
Afhverju Stjarnan?
Stjarnan kom skemmtilega á óvart í síðustu leiktíð með skemmtilegan leikstíl og greinilegt að Teitur og félagið eru að halda vel utan um liðið. Til að verða betri leikmaður verður maður að læra af þeim bestu svo ég hafði samband við Teit. Hann bauð mér á æfingu og mér leist vel á. Seinna fékk ég símtal frá Teiti þar sem hann spurði mig hvar ég ætlaði að spila næsta tímabil, auk þess sagði hann mér betur frá félaginu og greindi frá því að honum og liðinu hefði litist vel á mig. Ég ákvað að slá til og ganga til liðs við Stjörnuna.
Komu fleiri lið til greina?
Það komu auðvitað fleirri góð lið til greina, en ég valdi Stjörnuna.
Hvert er markmið næsta vetrar?
Markmið næsta tímabils er að bæta mig sem leikmann, læra nýja hluti, vera sýnilegri og leggja liðsfélögum mínum lið við að gera Stjörnuna að enn betra liði.
Mynd: Halldór Sveinbjörnsson



