Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum í 9. flokki karla í kvöld. Stjarnan og KR tryggðu sér sæti í úrslitum á sunnudag og munu því leika um Íslandsmeistaratitilinn.
Stjarnan vann 10 stiga sigur á Njarðvík 66-56 þar sem Christopher Sófus Cannon gerði 21 stig og tók 12 fráköst fyrir Stjörnuna. Í liði Njarðvíkinga var Maciej Baginski með 31 stig og 10 fráköst.
KR vann nauman 68-67 sigur á Hetti frá Egilsstöðum þar sem Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson var hetja KR-inga er hann tryggði þeim sigurinn á vítalínunni þegar ein sekúnda var til leiksloka. Oddur Rúnar Kristjánsson var stigahæstur í liði KR með 27 stig en hjá Hetti var Eysteinn Bjarni Ævarsson með 19 stig og 14 fráköst.
Ljósmynd/ Oddur Rúnar var stigahæstur í liði KR í kvöld.



