spot_img
HomeFréttirStjarnan og Haukar mætast í úrslitum drengjaflokks

Stjarnan og Haukar mætast í úrslitum drengjaflokks

Á morgun kl. 14:45 munu Stjarnan og Haukar mætast í úrslitum Íslandsmóts drengjaflokks. Það kom í ljós í dag er liðin spiluðu til undanúrslita í DHL-höllinni en þar fara fram úrslit Íslandsmóts yngri flokka um helgina. 

 

Fyrri undanúrslitaleik dagsins sigraði Stjarnan lið Þór Ak í æsispennandi leik. Liðin mættust í úrslitum bikarkeppninnar í janúar þar sem Þór Ak hafði öruggan sigur. Annað var uppá teningnum í kvöld þar sem Stjarnan leiddi nánast allan leikinn og tókst að sigra að lokum. Dúi Þór Jónsson átti ótrúlega frammistöðu í leiknum, endaði með 35 stig og var með 6 þriggja stiga körfur í 10 tilraunum. 

 

Tölfræði leiks: Þór Ak 83-86 Stjarnan

 

Myndasafn (Ólafur Þór)

 

Seinni undanúrslitaleikur dagsins var ekki jafn spennandi. Haukar tóku á móti KR sem voru án Veigars Áka í kvöld. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik stingu Haukar af í þeim seinni og unnu sannfærandi sigur. Hilmar Pétursson leikmaður Hauka daðraði við þrennu í leiknum og endaði með 35 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. 

 

Tölfræði leiks: Haukar 84-68 KR

 

Myndasafn (Ólafur Þór)

Fréttir
- Auglýsing -