spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaStjarnan náði í fyrsta sigur vetrarins - Öðrum leikjum frestað vegna veðurs

Stjarnan náði í fyrsta sigur vetrarins – Öðrum leikjum frestað vegna veðurs

Þrír leikir áttu að fara fram í dag í fyrstu deild kvenna. Vegna veðurs þurfti að fresta tveimur þeirra, þannig að aðeins leikur Stjörnunnar og Ármanns fór fram.

Í honum vann Stjarnan sinn fyrsta sigur í vetur, en þær eru eftir leikinn í 7. – 8. sæti deildarinnar með einn sigur og þrjú töp það sem af er tímabili. Ármann deila sætinu með þeim með sama árangur.

Staðan í deildinni

Fyrsta deild kvenna:

Vestri ÍR – kl. 13:00 – Frestað vegna veðurs

Tindastóll Njarðvík – kl. 16:00 – Frestað vegna veðurs

Stjarnan 82 – 57 Ármann

Fréttir
- Auglýsing -