spot_img
HomeFréttirStjarnan meistari meistaranna 2019

Stjarnan meistari meistaranna 2019

Meistarakeppni karla fór fram fyrr í dag þar sem bikarmeistarar Stjörnunnar léku gegn Íslandsmeisturum KR í Origo-höllinni.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Stjarnan náði sér ekki á strik sóknarlega gegn fínum varnarleik KR. KR sem lék án fjögurra sterkra leikmanna í dag en þeir Kristófer Acox, Björn Kristjánsson, Jakob Sigurðarson og Jón Arnór Stefánsson voru ekki í leikmannahóp KR.

Stjarnan mætti svo mun sterkari til leiks í seinni hálfleik. Liðið hitti frábærlega þar sem hinn breski Kyle Johnson fór fyrir sínum mönnum. Að lokum vann Stjarnan sannfærandi sigur 77-89.

Kyle Johnson var stigahæstur með 21 stig, en Jamar Akoh var öflugur með 18 stig og 11 fráköst. Hjá KR var Matthías Orri Sigurðarson stigahæstur með 18 stig.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Ólafur Þór)

Viðtal eftir leik:

Fréttir
- Auglýsing -