spot_img
HomeFréttirStjarnan með sanngjarnan sigur á Val

Stjarnan með sanngjarnan sigur á Val

Í kvöld áttust við liðin sem léku til úrslita í bikarnum fyrr á þessu ári. Valur – Stjarnan, í þeim leik fór Valur með sigur af hólmi. En sá sigur telur ekkert þegar komið er í úrslitakeppnina. Fyrsti leikurinn fór fram í Origohöllinni að viðstöddum of fáum áhorfendum. Leikurinn jafn og spennandi allan tímann og Stjarnan knúði fram sigur 89-94

Leikurinn byrjaði alveg ágætlega, Valur var með undirtökin lengst af í fyrsta leikhluta, án þess þó að vera með afgerandi forystu. Stjarnan var aldrei langt undan og jafnaði þegar tæpar þrjár mínutur voru eftir. Úrslitakeppnis Hjálmar greinilega mættur, því hann byrjaði þennan leik feykivel. En Stjarnan leiddi eftir fyrsta leikhluta 24-25.

Annar leikhluti var síðan hnífjafn, liðin skiptust á að skora, ef annað liðið setti niður þriggja stiga körfu þá gerði hitt liððþað bara lika í næstu sókn. Það færðist aðeins hiti í mannskapinn og var dómurunum nóg boðið og dæmdi tæknivíti á báða bekkina. En Stjarnan leiddi í hálfleik, 47-50.

Valsmenn hófu seinni hálfleikinn á að setja 5 stig og komust yfir. Bæði lið skoruðu síðan til skiptis nánast að vild. Armani fór á kostum, en enn jafnt á nánast öllum tölum. Stjarnan hafði þó undirtökin lengst af. Arnar þjálfari Stjörnumanna fékk tæknivillu þegar tæpar 3 mínútur voru eftir, enda búinn að vera einstaklega líflegur allan leikinn. Virkilega skemmtilegur karakter. Staðan eftir 3. leikhluta var staðan 73-76 eftir alveg ótrúlega flautu körfu frá Hlyni Bærings við þriggastiga línuna á sínum vallarhelmingi.

Stemmingin hélt áfram að vera Stjörnumegin, þeir náðu ágætis forskoti jafnt og þétt, Dagur Kár og Armani að leika sinn besta leik. Valsmenn voru ekki alveg að hitta, er tvær og hálf mínúta voru eftir, var bara fimm stiga munur Stjörnunni í vil. Valsmenn reyndu hvað þeir gátu að ná þessum mun, en það tókst ekki, sigur hjá Stjörnunni í fyrsta leik,

Hjá Val var Callum stighæstur með 23 stig, þá átti Hjálmar fínan leik með 8 stig og 8 fráköst. Hjá Stjörnunni var Armani stighæstur með 20 stig, einnig átti Darboe mjög solid leik, með 17 stig, 88 fráköst og 8 stoðsendingar, Hlynur átti síðan skínandi leik 5 stig og 11 fráköst.

Næsti leikur liðanna fer fram í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ, 7. apríl klukkan 18:00.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -