spot_img
HomeFréttirStjarnan með heimavöllinn í fyrsta sinn

Stjarnan með heimavöllinn í fyrsta sinn

Í kvöld hefst einvígi Stjörnunnar og Grindavíkur í undanúrslitum Domino´s-deildar karla. Þetta verður í fjórða sinn sem félögin mætast í úrslitakeppninni og í tvígang hefur Grindavík orðið meistari eftir einvígi við Stjörnuna.

Liðin mættust fyrst í úrslitakeppninni árið 2011 en það ár varð KR Íslandsmeistari. Ári síðar eða 2012 mættust liðin í undanúrslitum og Grindavík hélt áfram og varð meistari. Árið á eftir eða 2013 var komið að því að liðin mættust í úrslitum og þá hafði Grindavík betur í oddaleik 3-2.

Þetta verður því í annað sinn í sögunni sem félögin mætast í undanúrslitum og í fyrsta sinn sem Stjarnan verður með heimaleikjaréttin gegn Grindavík.

Viðureignir Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitakeppninni:

2013: Grindavík 3-2 Stjarnan (úrslit) – Grindavík Íslandsmeistari
2012: Grindavík 3-1 Stjarnan (undanúrslit) – Grindavík Íslandsmeistari
2011: Grindavík 1-2 Stjarnan (8-liða úrslit) – KR Íslandsmeistari

Sigrar Grindavík: 7
Sigrar Stjarnan: 5

Fréttir
- Auglýsing -