spot_img
HomeFréttirStjarnan með fyrsta sigurinn í A hlutanum

Stjarnan með fyrsta sigurinn í A hlutanum

Stjörnukonur tóku á móti Njarðvík í efri hluta Subway deildar kvenna í kvöld í Umhyggjuhöllinni. Njarðvík byrjaði betur, en sterkur annar leikhluti gaf Stjörnunni forskot í hálfleik, sem þær héldu allt til loka. Lokastaðan 77-73 sigur Garðbæinga sem eru þar með komnar á blað í efri hluta Subway deildarinnar.

Ísold Sævarsdóttir var stigahæst heimakvenna með 20 stig en hjá gestunum skoraði Selena Lott 27 stig.

Fréttir
- Auglýsing -