spot_img
HomeFréttirStjarnan mætir Val í úrslitum

Stjarnan mætir Val í úrslitum

14:00 

{mosimage}

Stjörnumenn sigruðu Breiðablik í kvöld í þriðja og síðasta leik liðanna í fjögurra liða úrslitum í úrslitakeppni 1. deildarinnar í körfu. Stjarnan mætir því Valsmönnum í hreinum úrslitum um hvort liðið fer upp í Iceland Express deildina.

Leikurinn var gríðarlega spennandi og var hnífjafnt á öllum tölum allt fram að loka mínútunum. Jafnt var eftir fyrsta leikhluta 21-21 og Blikar leiddu með einu stigi 41-40 í hálfleik.  Í seinni hálfleik skiptust liðin á að hafa 2-4 stiga forystu og má með sanni segja að allt hafi verið á suðupunkti. Þegar rúmar 3 mínútur eru eftir settu Kjartan og Ben tvo stóra þrista sem tryggðu okkar mönnum 5 stiga forystu og reyndist það of stór biti fyrir Blikana að kyngja. Þeir náður reyndar að jafna leikinn en komust ekki lengra og okkar menn sigu fram úr. Stjörnumenn sýndu mikinn karakter í lokin þegar þeir fóru á vítalínuna og settu hvert vítið niður á fætur öðru og unnu góðan sigur 87-96.   

Bæði liðin léku gríðarlega vel í kvöld og gat sigurinn lent hvoru megin sem var, en það voru sem betur fer okkar menn sem héldu haus í lokin þegar mest á reyndi  Ben var drjúgur í kvöld, en allir eiga strákarnir heiður skilinn fyrir mikla baráttu, og var gaman að sjá hvað menn komu tilbúnir til leiks. Stjarnan þakkar jafnframt Blikum fyrir frábæra keppni, þessi sería var liðunum og körfuboltanum til sóma.  

Fyrsti leikurinn í úrslitunum gegn Val verður á laugardaginn kl. 16:00 í Kennaraháskólanum.

 

Texti: www.stjarnan.is

Myndir: Snorri Örn Arnaldsson – [email protected]

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

Fréttir
- Auglýsing -