spot_img
HomeFréttirStjarnan kjöldregin í Þorlákshöfn

Stjarnan kjöldregin í Þorlákshöfn

Þórsarar byrjuðu af miklum krafti, með Ragnar Nat fremstan í flokki komust þeir í stöðuna 9:0 þegar Stjörnumenn komu í heimsókn í Þorlákshöfn. Gestirnir voru hreinlega ekki mættir til leiks á tilsettum tíma en náðu þó að setja niður nokkrar körfur, þrátt fyrir að vera að hitta illa.
 
Þórsarar voru duglegir í að hirða fráköst á báðum endum vallarins og skilaði það sér, því í lok fyrsta leikhluta var staðan 32:15
 
Annar leikhluti byrjaði vel hjá heimamönnum sem voru að hitta vel, en hirtu jafnframt öll fráköst sem voru í boði, enda með gríðarlega frákastamaskínu í sínum röðum. Stjörnumenn náðu ekki að koma niður körfu fyrr en eftir rúmlega 5 mínútna leik, virkuðu ráðalausir í sóknarleik sínum, og ekki sjálfum sér líkir. Hálfleikstölur voru 54:30 og verður að segjast að það var hreint ekki staða sem maður bjóst við að sjá í hálfleik enda Stjarnan með flott lið, og leikmenn innanborðs sem erfitt getur reynst að stoppa.
 
 
Stjörnumenn byrjuðu betur í 3 leikhluta og ljóst að Teitur hefur látið sína menn heyra það í hálfleik, því þeir minnkuðu muninn niður í 13 stig, og var þar atkvæðamestur Justin Shouse. Þórsarar tóku þó fljótlega við sér og komu muninum aftur upp í 30 stig, og ljóst að mikið þyrfti að ganga á til þess að Stjarnan kæmi í veg fyrir sigur Þórsara.
 
 
Fjórði leikhluti spilaðist að stóru leiti eins og sá þriðji, heimamenn héldu áfram að hitta vel, gestirnir virkuðu latir, engin barátta í gangi, menn hittu illa, og tóku lítið af fráköstum, og kannski hafa þeir verið búnir að sætta sig við hlutskipti sitt, því þegar að yngri leikmenn Þórs fóru að týnst inn á völlinn, minnkaði munurinn lítið.
 
 
Lokatölur voru 95:76 og ljóst að Teitur þarf að fara yfir leik liðs síns eftir stór tap tvo leiki í röð, og lítið gott sem hægt er að finna í leik þeirra í kvöld, þeir voru einfaldlega ekki að spila vel saman sem lið, og stjórstjörnur eins og Marvin Vald geta gert miklu betur en í kvöld.
 
 
Þórsliðið er á flottri siglingu hinsvegar, voru að spila flott saman í kvöld, raunar virtist allt vilja niður hjá þeim, og má segja að margt hafi fallið með þeim í kvöld. munaði mestu um framlag Ragnars, en allir lögðu í púkkið með honum og skilaði það þessum sigri.

Tölfræði leiksins
 

 
Myndir/ Davíð Þór Guðlaugsson
 
Umfjöllun/ Rúnar Gunnarsson


(Nokkuð víst þykir að Garðbæingar séu á leið í djúpa naflaskoðun á næstu dögum)

 
 
Fréttir
- Auglýsing -