spot_img
HomeBikarkeppniStjarnan/KFG bikarmeistarar í 11. flokki drengja

Stjarnan/KFG bikarmeistarar í 11. flokki drengja

Stjarnan/KFG tryggði sér VÍS bikarmeistaratitilinn í 11.flokki drengja með sigri gegn Breiðablik í Laugardalshöllinni í kvöld, 106-79.

Fyrir leik

Liðin tvö eru jöfn í deildarkeppni tímabilsins í 1.-2. sætinu hvort um sig með 17 sigra og 1 tap það sem af er vetri. Innbyrðis höfðu liðin mæst í tvígang og skipt með sér sigrum, þar sem Stjarnan/KFG vann í Kópavogi á meðan að Breiðablik tók leikinn í Garðabæ.

Gangur leiks

Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað þar sem spilað var hratt og virtust bæði lið ætla að leggja allt í sölurnar til þess að ná í sigurinn. Stjarnan/KFG hafði undirtökin lengi vel framan af fyrsta fjórðung, en þegar leið á hann komust Blikar betur inn í leikinn. Á lokaskúndum leikhlutans er Breiðablik stigi yfir, 22-23, en fara gríðarlega illa að ráði sínu og fá þrjá þrista í andlitið og eru 8 stigum undir þegar hann er á enda, 31-23. Undir lok fyrri hálfleiksins gegngur Stjarnan/KFG enn frekar á lagið og eru komnir með 17 stiga forystu þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 54-37.

Stigahæstur fyrir Blika í fyrri hálfleiknum var Orri Guðmundsson með 9 stig á meðan að Björn Skúli Birnisson var kominn með 20 stig fyrir Stjörnuna/KFG.

Stjarnan/KFG var ekki að bíða eftir því að Blikar færu á áhlaup og kæmu sér aftur inn í leikinn í upphafi seinni hálfleiksins. Hlaupa gjörsamlega yfir Breiðablik í þeim þriðja og leiða með 32 stigum fyrir lokaleikhlutann, 88-56. Fjórði leikhlutinn var nokkuð áhugaverður. Stjarnan að er virtist löngu búnir að tryggja sér sigur, en það kom ekki í veg fyrir að Blikar börðust áfram eins og ljón. Niðurstaðan að lokum einkar öruggur sigur Stjörnunnar/KFG, 106-79.

Hver var munurinn?

Stjarnan/KFG spilaði frábæra vörn lengst af í leik kvöldsins. Bæði voru þeir sterkir á hálfum velli gegn sterkum leikmönnum Blika, sem og bjó pressa þeirra á fullum velli til marga tapaða bolta fyrir þá. Sóknarleg gæði í leikmönnum þeirra Birni Skúla Birnissyni, Benedikti Börgvinssyni og Sölva Kaldal Birgissyni skiptu þá einnig gífurlegu máli í leiknum.

Atkvæðamestir

Besti leikmaður vallarins í kvöld var leikmaður Stjörnunnar Björn Skúli Birnisson, en hann skilaði 24 stigum, 4 fráköstum, 8 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Honum næstur hjá þeim kom Benedikt Björgvinsson, sem einnig átti frábæran leik með 23 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Fyrir Blika var Logi Guðmundsson atkvæðamestur með 18 stig, 4 fráköst og Orri Guðmundsson bætti við 11 stigum og 12 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -