spot_img
HomeFréttirStjarnan jafnaði

Stjarnan jafnaði

Stjarnan hefur jafnað undanúrslitaeinvígið gegn Snæfell, staðan 1-1 eftir 90-86 sigur Garðbæinga í Ásgarði í kvöld. Liðin mætast svo í sínum þriðja leik í Stykkishólmi á mánudag en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í úrslit.
 
Justin Shouse gerði 31 stig og gaf 6 stoðsendingar í liði Stjörnunnar í kvöld en Jón Ólafur Jónsson var atkvæðamestur hjá Snæfell með 21 stig og 3 stoðsendingar.
 
Stjarnan-Snæfell 90-86 (24-24, 21-12, 19-28, 26-22)
 
Stjarnan: Justin Shouse 31/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 17/10 fráköst, Jarrid Frye 13/9 fráköst/6 stoðsendingar, Brian Mills 13/15 fráköst, Jovan Zdravevski 7, Dagur Kár Jónsson 5, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Kjartan Atli Kjartansson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0.
 
Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 21, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16/4 fráköst, Jay Threatt 13/7 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 13/5 fráköst, Ryan Amaroso 12/17 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 10, Ólafur Torfason 1/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Kristinn Einar Guðmundsson 0, Hafþór Ingi Gunnarsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0.
 
Nánar síðar… 
Fréttir
- Auglýsing -