spot_img
HomeFréttirStjarnan Íslandsmeistari í 8. flokki drengja

Stjarnan Íslandsmeistari í 8. flokki drengja

Stjarnan varð um síðustu helgi Íslandsmeistari í 8. flokki drengja eftir sigur í öllum leikjum á úrslitamóti í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ.

Að lokum var það sigur Stjörnunnar gegn Fjölni 55-47 í lokaleik sem tryggði þeim titilinn, en Fjölnir hafnaði í öðru sætinu. Önnur lið sem tóku þátt í úrslitamótinu voru KR, Afturelding og Grindavík.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu ásamt þjálfurum sínum þeim Inga Þór Steinþórssyni og Vigni Freyr Magnússyni.

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -