spot_img
HomeFréttirStjarnan Íslandsmeistari í 10. flokki stúlkna

Stjarnan Íslandsmeistari í 10. flokki stúlkna

Stjarnan varð fyrir helgina Íslandsmeistari í 10. flokki stúlkna eftir sigur gegn Keflavík í úrslitaleik í Blue Höllinni, 97-58.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var sigur Stjörnustúlkna aldrei í neinni sérstakri hættu, þar sem þær leiddu frá fyrstu mínútu og unnu að lokum með 39 stigum, 97-58. Að leik loknum var Kolbrún María Ármannsdóttir valin maður leiksins, en hún skilaði 38 stigum, 19 fráköstum og 5 stolnum boltum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu með Adama Darboe þjálfara og aðstoðarþjálfurum liðsins þeim Yvana Yordanova og Vigni Frey Magnússyni.

Fréttir
- Auglýsing -