spot_img
HomeFréttirStjarnan Íslandsmeistari í 10. flokki stúlkna

Stjarnan Íslandsmeistari í 10. flokki stúlkna

Stjarnan varð á dögunum Íslandsmeistari í 10. flokki stúlkna.

Íslandsmeistaratitilinn tryggði liðið sér með sigri gegn Fjölni í einvígi, 2-1.

Stjarnan vann fyrsta leikinn í Umhyggjuhöllini en Fjölnir jöfnuðu í leik tvö sem fór fram í Dalhúsum þannig að blása þurfti til úrslitaleiks. Sigur Stjörnunnar í úrslitaleiknum í Umhyggjuhöllinni var svo öruggur, 87-66.

Berglind Katla Hlynsdóttir var valin verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hún skilaði að meðaltali 28 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýkrýndum Íslandsmeisturunum.

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -