spot_img
HomeFréttirStjarnan Íslandsmeistari í 10. flokki drengja

Stjarnan Íslandsmeistari í 10. flokki drengja

Stjarnan varð um helgina Íslandsmeistari í 10. flokki drengja eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik í Blue Höllinni, 107-74. Sigur Stjörnunnar var öruggur, en þeir leiddu allan leikinn og höfðu að lokum 33 stiga sigur, 107-74. Atli Hrafn Hjartarson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 23 stigum, 7 fráköstum og 12 stolnum boltum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýkrýndum Íslandsmeisturunum með þjálfara sínum Snorra Erni Arnaldssyni.

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -