spot_img
HomeFréttirStjarnan Íslandsmeistari í 10. flokki drengja

Stjarnan Íslandsmeistari í 10. flokki drengja

Stjarnan varð á dögunum Íslandsmeistari í 10. flokki drengja eftir sigur gegn Val í úrslitaeinvígi, 2-0. Fyrsta leikinn vann Stjarnan í Umhyggjuhöllinni áður en þeir tryggðu sér titilinn með sigri í öðrum leik í N1 höllinni, 68-97. Þjálfari liðsins er Leifur Steinn Árnason. 

Pétur Harðarson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hann skilaði að meðaltali 24 stigum, 5 fráköstum og 4,5 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -