spot_img
HomeFréttirStjarnan Íslandsmeistari eftir spennusigur gegn KR í b-deildinni

Stjarnan Íslandsmeistari eftir spennusigur gegn KR í b-deildinni

 
Stjarnan b og KR b mættust í úrslitaleik b-deildar karla um helgina þar sem Garðbæingar fóru með 78-74 sigur af hólmi og fögnuðu því sigri í deildinni annað árið í röð. Leikurinn fór fram í Ásgarði og var um spennandi slag að ræða þar sem Stjarnan b tryggði sér sigurinn í blálokin.
Stjörnumenn leiddu mestan leikinn og í fjórða leikhluta tókst þeim á kafla að koma muninum upp í 10 stig, 72-62. KR-ingar dóu ekki ráðalausir og minnkuðu muninn í eitt stig, 72-71 þegar mínúta var til leiksloka. Bragi Magnússon skellti þá niður stökkskoti af endalínunni fyrir Garðbæinga og staðan 75-73 og við þetta búið tóks Garðbæingum svo að klár aleikinn á línunni þar sem lokatölur reyndust 78-74.
 
Stjarnan: Magnús Helgason 21, Bragi Magnùsson 20, Birkir Guðlaugsson 13, Þórður Helgason 13, Lúðvìk Bjarnason 5, Einir Guðlaugsson 3, Eiríkur Ari Eiríksson 1, Ottò Þòrsson 1, Birnir Sær Björnsson 1.
 
KR: Guðmundur Magnùsson 20, Sveinn Blöndal 20, Halldór Úlriksson 10 Baldur Ingi Jònason 7, Jòhannes Árnason 6, Birgir Mikaelsson 5, Eyþór Eyþórsson 3, Snorri Jònsson 3.
 
Mynd/ Íslandsmeistarar Stjörnunnar í b-deild karla 2011.
Fréttir
- Auglýsing -