8:24
{mosimage}
Stjarnan tók á móti Val í Subwaybikarnum í kvöld og í 32 úrslitum bikarsins höfðu þeir lagt Mostra frá Stykkishólmi auðveldlega 103-48 og svo í 16 liða lögðu þeir ÍBV 127-90. Valur lagði UMFH í 32 liða úrslitum 107-77 og slógu svo út úrvalsdeildarlið Skallagríms í 16 liða, 79-82 í hörkuleik. Áþreifanlegur munur var á liðunum í kvöld og eftir sigur Stjörnumanna 116-70 hafa þeir nú skorað 346 stig í þremur viðureignum í bikarnum á móti neðri deildar liðum reyndar en 19 af 27 þristum niður hjá Stjörnunni segir mikið um hittni þeirra í kvöld. Spennandi verður að sjá hvað þeir gera í 4 liða úrslitum. Justin var með 28 stig og 8 stoðs. Kjartan 21 stig. Jovan 19 stig fyrir Stjörnuna. Hjá Val voru Hjalti og Gylfi með 16 stig hvor og Jason 14 stig 8 frák og 5 stoðs.
Leikurinn fór af stað með látum og ætluðu bæði lið að halda uppi hraðanum en voru klaufaleg til að byrja með. Stjarnan átti engar gefins sóknir og var jafnræði með liðunum í fyrsta fjórðung. Hjörleifur Sumarliðason var sprækur hjá Stjörnunni og var að skora mest fyrir þá en hafði skorða 9 af 12 stigum Stjörnunnar um miðjan hlutann. Valsarar voru í ágætismálum og þeir voru greinilega ekki að mæta sama liði og vann Grindavík. Undir lokin fóru málin að skýrast á milli liðanna og Stjarnan skoraði 10 stig á móti 2 hjá Val og gerðu sér eilítið forskot þar sem frændurnir, Justin sem setti 7 stig og Jovan 6 stig og Stjarnan leiddi 30-18.
Stjörnumenn spiluðu allt aðra vörn í öðrum fjórðung og juku bilið meira og voru komnir í 46-25 um miðjann hlutann og áttu Valur erfitt varnarlega sem sóknarlega og voru að gf virkilega eftir. Jovan Zdravevski var Völsurum óviðráðanlegur sem og Kjartan og settu þeir hvern þristinn í eftir öðrum og Valsarar voru einfaldlega ekki nógu hreyfanlegir í sóknum sínum og fengu Stjörnumenn auðveldann varnarleik. Stjarnan komst svo 26 stiga mun og leiddi 62-36 eftir annan fjórðung.
Í leikhlé hafði Jovan hafði sett 17 stig fyrir Stjörnuna og Kjartan 12 stig og var Stjarnan með 11/13 í þristum. Justin var með 11 stig og 7 stoðs. Hjá Val var Hörður Hreiðars með 10 stig og Hjalti Friðriks með 8 stig en þeir höfðu verið sprækastir Valsara en meira þurfti til að slá stórskyttur Stjörnunnar út af laginu.
Þegar staðan varð 77 -38 hafði Justin Shouse skorað 13 stig af 15 stigum Stjörnunar og þar af þrjá þrista vel fyrir utan línuna og var algerlega að gera út af við Val. Leikurinn varð lítið spennandi fljótlega upp úr miðjum 3. fjórðung þegar Stjarnan komst í nálægt 40 stigum yfir og Justin var kominn með 26 stig og af því 15 stig fyrstu 5 mínútur 3. hluta. Stjarnan leyfði Val lítið að stilla upp í vörn og keyrði hvað eftir annað á þá. Valur náði niður í 30 stig þegar Stjarnan spilaði 2-3 vörn líkt og i byrjum sem var ekki að ganga of vel en munurinn of mkill til að sprettirnir dygðu eitthvað og Stjarnan var yfir eftir 3. fjórðung 90-55.
Þegar Birkir tóks sig til fyrir Stjörnuna með þriggja stiga skotum og kom þeim í 100-55 þá var ekki mikið eftir en að láta klukkunu líða og var þetta orðinn göngubolti. Fjórði og síðasti fjórðungur var lítilfjörlegur og lítið að gerast meira en hafði gengið á í gegnum leikinn og fengu yngri spámenn að spreyta sig hjá Stjörnunni síðustu 2 mín. Stjarnan sigraði svo auðveldlega 116-70 og eru komnir í undanúrslit í Subwaybikarnum.
Tölfræði leiksins
Símon B. Hjaltalín
Mynd: [email protected]



