spot_img
HomeBikarkeppniStjarnan í bikarúrslit fimmta árið í röð

Stjarnan í bikarúrslit fimmta árið í röð

Ríkjandi meistarar Stjarnan með bikaróða Arnar Guðjóns hafði stolið allri umfjöllun fyrir leikin vegna breytinga á liðskipan og spurning hvort að hann hafi haft tíma til að koma nýju blóði inní reynslumesta bikarlið landsins.

Fyrir leik

Þar bar hæst félagaskipti Ahmed Gilbert og sú lúpa í kringum félagaskipti hans. Auk Dags Kár sem kom úr rústum KR liðsins og svíinn Gustav sem lofar góðu, en fyrir hafði meðal annars stórstjarna þeirra Robert Turner verið seldur Frakklands.

Keflavík hefur verið að sýna stöðugleika og eru á góðu róli og eru fyrir leik taldir sigurstranglegastir.

Gangur leiks

Stjarnan er með spennustigið betur stillt í fyrsta leikhluta og með einföldum sóknarleik og sterkri vörn vinna þeir fyrsta leikhluta 26-21. En keflavík ekki skammt undan en þeir eru svolítið að flækja hlutina. Og ráða illa við Gustav sem er komin með 8 stig.

Keflavík byrjar svo annan leikhluta með Milka,Okeke,Igor, Hörð og Halldór en Hjalti er búin að gera breytingar eftir innan við 2 mínútur og er greinilega að reyna að finna réttu blönduna. Ólafur jafnar loks 30-30 þegar 5.20 eru eftir með fallegum þrist og Igor fylgir með og setur þrist leikhlé Stjarnan.

Keflavík hafa náð að stoppa Gustav sem er stigalaus og Igor setur þrjá þrista í röð samt komast þeir aldrei langt frá Störnunni og fyrri hálfleikur endar  Stjarnan 43-45 Keflavík

Stjarnan: Dagur 9 stig Gustav 11

Keflavík: Milka 12 stig. Igor 15 stig

Liðin haldast í hendur í þriðja leikhluta. Leikhlé í stöðunni 59:60 fyrir Keflavík 3:21 eftir. Tómas kemur setur þrist og kemur Stjörnunni í 65-62. Júlíus Orri lokar þriðja leikhluta með þriggja stiga körfu. Stjarnan 70-62 Keflavík. Spurning hvernig Keflavík stenst pressuna gegn ríkjandi meisturum.

Stjarnan byrjar fjórða leikhluta betur og Hjalti tekur leikhlé þegar Stjarnan er komið með 13 stiga forystu mesti munur sem hefur verið í leiknum. Stjarnan eykur bara forystuna og eru komnir í 80-64 þegar 5:48 lifa af leiknum og leikhlé tekið.Mikill hiti er á lokamínútunum Keflavík ná að minnka munin í 5 stig þegar 1:08 eru eftir með þrist frá Óla Inga nær komast þeir ekki og Stjarnan vinnur sex stiga sigur 89-83 Kelfavík

Atkvæðamestir

Stjarnan: Júlíus Orri 15 stig og 15 í framlag Gustav var með 14 stig, 11 fráköst og 18 framlag.

Keflavík var Milka með 29 stig 12 fráköst 33 í framlag. Þar eftir voru Igor og Eric með sitthvor 18 stigin.

Samantekt

Stjarnan er reynt bikarlið og var leikurinn vel settur upp hjá Arnari, einfaldur sóknarleikur og góð vörn. Athyglisvert var að Stjarnan vann mínúturnar sem Gilbert spilaði með 15 stigum en margir efuðust um hann þar sem hann villaði stigalaus út í síðasta leik.

Keflavík lenda enn og aftur í vandræðum þegar þeir eru undir pressu og flækja málin í sókninni stundum um of.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hafsteinn Snær)

Fréttir
- Auglýsing -