spot_img
HomeFréttirStjarnan, Grindavík, Tindastóll og Valur unnu

Stjarnan, Grindavík, Tindastóll og Valur unnu

20:49

{mosimage}

Stjörnumenn unnu Skallagrímsmenn 82-45 í Iceland Express deild karla nú í kvöld. Grindavík sigraði Þór Ak 108-87 og Tindastólsmenn sigruðu Njarðvík 84-75 í Njarðvík.

Í 1. deild eru Valsmenn í heimsókn á Ísafirði og sigruðu 70-59.

Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur Grindvíkinga sem fyrr með 37 stig en Cedric Isom skoraði 21 fyrir Þór.

Fannar Helgason skoraði 15 stig fyrir Stjörnuna en Þorsteinn Gunnlaugsson skoraði 13 fyrir Skallagrím.

Í Njarðvík var Ben Luber stigahæstur Tindastólsmanna með 26 stig í kveðjuleik sínum en Magnús Gunnarsson skoraði mest heimamanna eða 21.

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -